Örninn #galvin 2
Örninn #galvin 2

Fréttir

PGA: Tiger í holli með Koepka og McIlroy
Tiger Woods lék síðast á Genesis Invitational mótinu í febrúar.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
þriðjudaginn 14. júlí 2020 kl. 08:00

PGA: Tiger í holli með Koepka og McIlroy

Tiger Woods snýr aftur á PGA mótaröðina á fimmtudaginn en þá hefst Memorial mótið á Muirfield Village. Mótið er það fyrsta hjá Bandaríkjamanninum frá því í febrúar þegar hann endaði í 68. sæti.

Woods hefur einungis spilað í þremur mótum á þessu tímabili sem hófst síðasta haust en hann sigraði á Zozo meistaramótinu og endaði í 9. sæti á Farmers Insurance Open áður en hann keppti á Genesis Invitational þar sem hann endaði í 68. sæti.

Búið er að raða mönnum í holl á fyrstu tveimur keppnisdögunum og verður athyglisvert að fygjast með holli Woods þar sem hann mun leika með þeim Brooks Koepka og Rory McIlroy sem báðir hafa verið í efsta sæti heimslistans á undanförnum mánuðum.

Brooks og Rory hafa báðir spilað í mótum eftir Covid-19 pásuna en hafa ekki enn náð að sýna sitt besta golf.

Memorial mótið hefst á fimmtudaginn og klárast á sunnudaginn. Hér fyrir neðan má sjá þau holl sem vert er að fylgjast með fyrstu tvo daga mótsins:

Tiger Woods, Brooks Koepka, Rory McIlroy
Bryson DeChambeau, Patrick Cantlay, Collin Morikawa
Justin Thomas, Dustin Johnson, Xander Schauffele
Phil Mickelson, Justin Rose, Shane Lowry

View this post on Instagram

Never count out @TigerWoods. #TOURVault

A post shared by PGA TOUR (@pgatour) on