Fréttir

PGA: Todd skaust á toppinn með frábærum hring
Brendon Todd.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
laugardaginn 27. júní 2020 kl. 20:20

PGA: Todd skaust á toppinn með frábærum hring

Þriðji dagur Travelers Championship mótsins fór fram í dag og er það Brendon Todd sem er í forystu eftir daginn. Hann er tveimur höggum á undan fyrrum efsta manni heimslistans, Dustin Johnson.

Það voru frábærir hringir sem litu dagsins og ljós í dag. Besti hringur dagsins kom frá Todd en hann skaust á toppinn með hring upp á 61 högg, eða níu högg undir pari. Hann fékk samtals níu fugla á hringnu, fimm á fyrri níu holunum og fimm á þeim síðari, og restina pör. Eftir daginn er Todd samtals á 18 höggum undir pari.

Johnson er einn í öðru sæti á 16 höggum undir pari en hann lék einnig á 61 höggi. Hann fékk líkt og Todd níu fugla en fjórir af þeim komu á fyrri níu holunum og fimm á þeim síðari.

Phil Mickelson sem var í forystu fyrir daginn í dag náði sér ekki á strik og lék á 71 höggi, eða höggi yfir pari. Hann féll við það niður í sjöunda sætið á samtals 12 höggum undir pari.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.