Örninn/kerrur
Örninn/kerrur

Fréttir

PGA: Tveir jafnir á 3M Open
Michael Thompson.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
föstudaginn 24. júlí 2020 kl. 23:25

PGA: Tveir jafnir á 3M Open

Annar dagur 3M Open var leikinn í dag og eru tveir kylfingar sem deila efsta sætinu eftir daginn. Það eru þeir Michael Thompson og Richy Werenski sem sitja á toppnum höggi á undan næstu mönnum.

Werenski var í forystu eftir frábæran fyrsta hring upp á 63 og fylgdi hann því eftir með hring upp á 67 högg í dag. Thompson lék á 64 höggum í gær og lék svo á 66 höggum í dag. Þeir eru því jafnir á 12 höggum undir pari.

Tony Finau og Talor Gooch eru jafnir í þriðja sæti á 11 höggum undir pari.

Sigurvegari síðasta árs Matthew Wolff er jafn í sjötta sæti þremur höggum á eftir á níu höggum undir pari.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.