Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

PGA: Tyler Duncan sló í konuna sína
Tyler Duncan.
Sunnudagur 12. maí 2019 kl. 18:34

PGA: Tyler Duncan sló í konuna sína

Tyler Duncan er á þessu augnabliki að leika lokahringinn á AT&T Byron Nelson mótinu á PGA mótaröðinni. 

Duncan var jafn í öðru sæti á eftir tvo hringi í mótinu en hann lék fyrstu tvo hringi mótsins á 64 og 66 höggum. Annar hringur mótsins var aftur á móti ekki laus við vandræði.

Á 13 holunni lenti hann í því að slá boltanum út í áhorfendur og endaði það ekki betur en svo að boltinn fór í konuna hans.

„Það var smá mold á vinstri hlið boltans. Ég bjóst ekki við að það hefði mikil áhrif.“

Boltinn fór aftur á móti lengst til hægri en konan hans slasaðist sem betur fer ekki.

Rúnar Arnórsson
runar@vf.is 
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)