Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

PGA: Watney með kórónuveiruna og hættur keppni
Nick Watney.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
föstudaginn 19. júní 2020 kl. 22:36

PGA: Watney með kórónuveiruna og hættur keppni

Bandaríkjamaðurinn Nick Watney þurfti í dag að hætta keppni á RBC Heritage mótinu sem fer fram á PGA mótaröðinni í golfi en ástæðan er sú að hann er með kórónuveiruna.

Watney hafði leikið fyrsta hring mótsins á 3 höggum yfir pari en hann fékk niðurstöðu úr skimun stuttu fyrir annan hringinn og fór því rakleiðis af æfingasvæðinu.

Örninn 2025
Örninn 2025

Watney spilaði með þeim Vaughn Taylor og Luke List á fyrsta hringnum. „Ég frétti þetta eftir níu holur,“ sagði Taylor. „Ég var í smá sjokki ef ég á að vera hreinskilinn. Hjartað sló aðeins hraðar og ég varð aðeins stressaður. Vonandi líður Nick vel og kemst í gegnum þetta.“

Þrátt fyrir umrætt smit fór annar hringur RBC Heritage mótsins fram með venjulegum hætti í dag áður en fresta þurfti leik vegna veðurs.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.