Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

PGA: Woods og Fowler jafnir í forystu á TOUR Championship
Tiger Woods.
Fimmtudagur 20. september 2018 kl. 22:18

PGA: Woods og Fowler jafnir í forystu á TOUR Championship

Bandaríkjamennirnir Tiger Woods og Rickie Fowler léku best á fyrsta degi Tour Championship mótsins sem fór fram í dag, fimmtudag, á East Lake vellinum í Atlanta.

Báðir léku þeir á 5 höggum undir pari og eru höggi á undan þeim Gary Woodland og Justin Rose sem deila þriðja sætinu.

Woods sýndi flotta takta á fyrsta hringnum en þó fáa jafn góða og á lokaholu dagsins þar sem hann fékk frábæran örn.

Ljóst er að baráttan um stigameistaratitilinn er galopin því efsti maður stigalistans, Bryson DeChambeau, lék fyrsta hringinn á höggi yfir pari og er jafn í 21. sæti af 30 kylfingum.

Miðað við stöðuna í mótinu eftir fyrsta dag er áætlað að Justin Rose endi í efsta sæti og Woods í öðru sæti. Það er hins vegar mikið golf framundan en úrslitin ráðast á sunnudaginn þegar fjórði og síðasti hringur mótsins fer fram.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)