Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

PGA: Woods og McIlroy í forystu eftir fyrsta hringinn
Rory McIlroy.
Föstudagur 7. september 2018 kl. 06:00

PGA: Woods og McIlroy í forystu eftir fyrsta hringinn

Bandaríkjamaðurinn Tiger Woods og Norður-Írinn Rory McIlroy eru í forystu eftir fyrsta hringinn á BMW Championship mótinu sem fram fer á PGA mótaröðinni. Mótið er það næst síðasta af lokamótum FedEx keppninnar.

Woods og McIlroy léku báðir á 8 höggum undir pari eða 62 höggum. McIlroy hefur nú þegar sigrað á einu móti á tímabilinu en Woods er í leit að sínum fyrsta titli frá árinu 2013.

Nýliði ársins á PGA mótaröðinni árið 2017, Xander Schauffele, er í þriðja sæti á 7 höggum undir pari, höggi á eftir Woods og McIlroy.

Fjórir kylfingar deila fjórða sætinu á 6 höggum undir pari. Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is