Fréttir

Piltalandsliðið tryggði sér sæti í efstu deild með stórsigri gegn Slóvakíu
Laugardagur 22. september 2018 kl. 16:36

Piltalandsliðið tryggði sér sæti í efstu deild með stórsigri gegn Slóvakíu

Íslenska piltalandsliðið, skipað kylfingum 18 ára og yngri, tryggði sér í dag sæti í efstu deild Evrópumótsins á næsta ári þegar liðið endaði í 3. sæti í 2. deildinni sem fram fór í Ungverjalandi.

Íslensku strákarnir unnu lið Slóvakíu í hreinum úrslitaleik um sæti í efstu deild mjög örugglega, 6/1. Úrslit allra leikja má sjá hér fyrir neðan.

Í úrslitaleiknum höfðu Norðmenn betur gegn Portúgölum 5/2. Bæði liðin voru örugg með sæti í efstu deild að ári eftir úrslit gærdagsins.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
[email protected]