Örninn 21 bland 1
Örninn 21 bland 1

Fréttir

Ragnar og Frans léku best á Opna Ferðamóti GHG og GOS
Mánudagur 10. september 2018 kl. 12:29

Ragnar og Frans léku best á Opna Ferðamóti GHG og GOS

Frans Páll Sigurðsson, GK, og Ragnar Már Ríkarðsson, GM, léku best á Opna Ferðamóti GHG og GOS sem fór fram um helgina. 

Leiknar voru 18 holur í mótinu þar sem kylfingar byrjuðu á að leika 9 holur á Svarfhólsvelli hjá GOS áður en þeir léku 9 holur á Gufudalsvelli í Hveragerði. Aðstæður voru frábærar en veðrið lék við keppendur.

Ragnar Már Ríkarðsson lék á besta skorinu, 68 höggum (-3). Frans Páll var með flesta punkta í mótinu eða 39 punkta.

Helstu úrslit má sjá hér fyrir neðan:

1. Frans Páll Sigurðsson, GK, 39 punktar
2. Davíð Baldur Sigurðsson, GM, 38 punktar
3. Herberg Viðarsson, GOS, 38 punktar
4. Sindri Már Guðbjörnsson, GÞ, 38 punktar
5. Friðrik Friðriksson, GSE, 37 punktar

Öll nánari úrslit er hægt að nálgast á golf.is.

Ísak Jasonarson
[email protected]
Örninn járn 21
Örninn járn 21