Ragnhildur enn í toppbaráttunni í Svíþjóð
Ragnhildur Kristinsdóttir er í 2. sæti eftir 36 holur á Vasteras mótinu í Svíþjóð á LET Access mótaröðinni í Evrópu. Ragga lék annan hringinn á tveimur undir pari og er á 9 undir eftir tvo hringi og tveimur höggum á eftir Amalie Nissen frá Danmörku.
Skortkort Ragnhildar er litríkt eftir annan hringinn en hún fékk sex fugla og fjóra skolla.
Hún lék fyrstu 18 holurnar á 7 undir pari og er að leika mjög gott golf.
Andrea Bergsdóttir er í 41. sæti á +1 en hún lék annan hringinn á tveimur yfir pari eftir að hafa leikið fyrsta hringinn á einu undir pari.
Staðan.