Hellishólar
Hellishólar

Fréttir

Ragnhildur fagnaði öruggum sigri á Símamótinu
Ragnhildur Kristinsdóttir.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 9. júní 2019 kl. 16:23

Ragnhildur fagnaði öruggum sigri á Símamótinu

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, sigraði í dag á Símamótinu sem fór fram á Hlíðavelli. Mótið var hluti af Mótaröð þeirra bestu hér á landi og var annað mót tímabilsins.

Ragnhildur, sem var á parinu eftir tvo hringi og með 11 högga forystu, fagnaði öruggum 8 högga sigri í dag þrátt fyrir að leika lokahringinn á 10 höggum yfir pari. Hringur Ragnhildar var mjög skrautlegur en hún var til að mynda á 5 höggum yfir pari eftir fyrri níu þrátt fyrir að fjá fjóra fugla.

Ragnhildur varð að lokum 8 höggum á undan Sögu Traustadóttur, GR, sem átti besta hring dagsins í kvennaflokki. Saga lék lokahringinn á 2 höggum yfir pari en var þó aldrei nálægt því að ógna forystu Ragnhildar.

Þetta er annað árið í röð sem Ragnhildur sigrar á Símamótinu á Hlíðavelli en hún hafði í fyrra betur gegn Helgu Kristínu Einarsdóttur, GK, sem varð í þriðja sæti í ár.

Staða efstu kylfinga í kvennaflokki á Símamótinu:

1. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, +10
2. Saga Traustadóttir, GR, +18
3. Helga Kristín Einarsdóttir, GK, +20
4. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, +26
5. Eva Karen Björnsdóttir, GR, +29
6. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA, +30