Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Ragnhildur í 2. sæti í Svíþjóð
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 4. júlí 2025 kl. 17:50

Ragnhildur í 2. sæti í Svíþjóð

Ragnhildur Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR náði sínum besta árangri á LET Access mótaröðinni í Evrópu þegar hún endaði í 2. sæti á móti í Svíþjóð sem lauk í dag. Andrea Bergsdóttir lék líka vel og endaði í 20. sæti.

Ragga lék á 71-75-68 og Andrea á 71-77-73.

Örninn 2025
Örninn 2025

Andrea er í 10. sæti og Ragnhildur í 13. sæti á stigalistanum. Efstu sjö kylfingarnir vinna sér þátttökurétt á LET mótaröðinni á næsta ári, þeirri sterkustu í Evrópu.