Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Fréttir

Ragnhildur og Guðrún Brá í gegnum niðurskurðinn
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 16. apríl 2024 kl. 10:58

Ragnhildur og Guðrún Brá í gegnum niðurskurðinn

Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR og Guðrún Brá Björgvinsdóttir náðu ágætum árangri á fyrsta móti þeirra á árinu en þær tóku þátt í Terre Blanche mótinu sem fram fór á samnefndu golfsvæði í Frakklandi um síðustu helgi.

Ragnhildur endaði jöfn í 17. sæti og lék á +2, 75-73-70 höggum. Guðrún Brá varð í jöfn í 45. sæti á +9, 75-73-77 höggum.

Mótið var á LET Access mótaröðinni sem næst efsta deild kvenna í Evrópu.

Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Anna Magnusson frá Svíþjóð sigraði á mótinu á níu höggum undir pari og fékk eina milljón króna í verðlaunafé. Ragga fékk 115 þúsund krónur fyrir 17. sætið og Guðrún 64 þúsund krónur.

Lokastaðan.