Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Ragnhildur Sigurðardóttir ánægð með ákvörðunina um að taka þátt í Íslandsmótinu
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
fimmtudaginn 7. ágúst 2025 kl. 18:00

Ragnhildur Sigurðardóttir ánægð með ákvörðunina um að taka þátt í Íslandsmótinu

Ef Kylfingur fer ekki með rangt mál, þá er Ragnhildur Sigurðardóttir yngsti Íslandsmeistarinn í höggleik kvenna en þó gæti verið að Perla Sól Sigurbrandsdóttir hafi slegið henni við en látum það liggja á milli hluta. Ragga er mætt aftur til leiks en hún hefur unnið fjóra titla, sá síðasti kom árið 2005 en sá fyrsti fyrir 40 árum!

Ragga var aðallega þakklát fyrir að hafa tekið ákvörðun um að vera með og ætlar sér að spila alla fjóra dagana en til þess þarf hún að spila betur en á fyrsta degi, hún lék á +9.

Kylfingur fékk að tölta með Röggu eftir upphafshögg á 18. holu og spjalla við hana þar til hún fór inn til að skrifa undir skorkortið.

Örninn 2025
Örninn 2025