Fréttir

Rahm hlaut Seve Ballesteros verðlaunin
Jon Rahm.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
miðvikudaginn 19. febrúar 2020 kl. 20:27

Rahm hlaut Seve Ballesteros verðlaunin

Jon Rahm hlaut í dag Seve Ballesteros verðlaunin fyrir frábæran árangur á Evrópumótaröð karla á árinu 2019. Verðlaunin eru veit kylfingi ársins að mati leikmanna mótaraðarinnar.

Árið var frábært hjá Rahm en hann vann til að mynda þrjú mót á og þar af voru tvö af þeim 'Rolex Series' mót. Mótinu sem hann vann voru Dubai Duty Free Irish Open,  Mutuactivos Open de España og að lokum vann hann lokamót ársins, DP World Championship. Með sigrinum á DP World Championship mótinu tryggði hann sér einnig Race to Dubai titilinn, sem er stigalisti Evrópumótaraðarinnar, og varð hann fyrsti Spánverjinn til að hampa þeim titli síðan Seve Ballesteros gerði það árið 1991.

Francesco Molinari, handhafi verðlaunanna fyrir góðan árangur 2018, afhenti Rahm skjöldinn í dag í aðdragand heimsmótsins í Mexíkó sem hefst á morgun.

„Að vera valinn leikurmaður ársins af leikmönnum Evrópumótaraðarinnar er stórt afrek en að vera tengdur afleifð Seve á einhvern hátt er mikill heiður fyrir spænskan kylfing og ég er glaður að hljóta þessi verðlaun og geta tekið þau með mér heim og sagt að ég sé handhafi Seve Ballesteros verðlaunanna.“