Nítjánda er nýjasta golfhermaaðstaðan í Reykjavík
Nítjánda er nýjasta golfhermaaðstaðan í Reykjavík en hún er staðsett á Bíldshöfða 9 í Reykjavík þar sem Örninn golfverslun var áður til húsa. Boðið er upp á 8 Trackman IO herma sem eru þeir nýjustu á markaði.
Einnig eru 12 Scolia Pro píluspjöld og glæsilegur bar sem er með bjór á krana þar sem m.a. Guinness bjórinn er í boði en auðvitað fleiri gerðir auk fleiri drykkjarfanga, köldum og heitum drykkjum.
Nítjánda sýnir líka fótbolta og fleiri íþróttaviðburði og skemmtanir þar sem sjónvörpin eru 12 talsins. Hægt er að tylla sér fyrir eða eftir golf eða pílu og njóta aðstöðu í mat og drykk. Mathöll Höfða er við dyragættina og því hægt að panta mat frá þeim og koma með yfir.
Ýmsar uppákomur, viðburðir og skemmtanir eru á Nítjándu sem er reglulega auglýst á samfélagsmiðlum þeirra eins og Facebook og Instagram.
Eigendur Nítjándu eru þeir Árni Freyr Hallgrímsson og Björn Logi Sveinsson auk feðganna úr Erninum, þeira Snorra Ólafs og Jóns Péturs Jónssonar.
Markmið staðarins er að sögn Árna að bjóða upp á þægilega, notalega, flotta og góða upplifun í golfi og pílu ásamt því að veita fyrirmyndar þjónustu þar sem starfsmaður er alltaf á staðnum til að aðstoða viðskiptavini.
Opið er frá 9:00 til miðnættis alla daga.
Hægt er að bóka sér tíma á www.nitjandagolf.is.
Sífellt fleiri eru að tryggja sér fasta tíma yfir veturinn og fá því afsláttarkjör.
Hægt er að hafa samband á [email protected] ef það eru fyrirspurnir fyrir föstum tímum eða öðrum beiðnum. eins og einkasamkvæmi, starfsmannagleði og fleira.



