Fréttir

Rahm orðinn pabbi
Jon Rahm.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 4. apríl 2021 kl. 18:40

Rahm orðinn pabbi

Spánverjinn Jon Rahm og kona hans Kelley eignuðust á laugardaginn sitt fyrsta barn. Rahm, sem situr í þriðja sæti heimslistans, greindi frá þessu á Instagram síðu sinni.

„Kepa Cahill Rahm fæddist 3.4.2021 kl. 12:15. Mamman Kelley hefur það gott og er að jafna sig. Kepa líður einnig vel,“ sagði Rahm og bætti við. „Án efa besti dagur lífs míns.“

Miðað við þessar fréttir má áætla að Rahm verði á meðal keppenda á Masters mótinu sem hefst 8. apríl en hann hafði gefið það út fyrr í ár að hann myndi ekki hika við að sleppa mótinu frekar en að missa af fæðingunni.