Hellishólar
Hellishólar

Fréttir

Rahm segir að það sé enginn betri að slá með járnum en Woods
Jon Rahm.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
miðvikudaginn 12. febrúar 2020 kl. 13:37

Rahm segir að það sé enginn betri að slá með járnum en Woods

Þrátt fyrir að Tiger Woods sé ekki með þá yfirburði lengur sem hann var með kringum 2000 þá er alveg ljóst að kylfingar bera enn mikla virðingu fyrir honum og samkvæmt einum af besta kylfingi heims þá er enginn betri að slá með járnum en Woods.

Jon Rahm, sem situr í þriðja sæti heimslistans, sagði í útvarpsviðtali nýlega að það kæmist enginn nálgt Woods þegar kæmi að því að slá með járnum. Bæði Rahm og Woods eru samningsbundnir TaylorMade Golf og hafa þeir því eytt töluverðum tíma saman við tökur á auglýsingum og öðrum verkefnum sem viðkemur TaylorMade.

Í viðtalinu sagði Rahm að þeir hefðu staðið á par 3 holu og voru tvö flögg á flötinni og hafi Woods einfaldlega getað slegið hvaða högg sem er algjörlega eftir pöntunum. Í framhaldinu af þessu ræðir Rahm um þá reynslu að hafa leikið á móti Woods í Ryder Bikarnum árið 2018. Þá var Rahm að leika í sinni fyrstu Ryder keppni. Hann segist aldrei hafa verið jafn stressaður fyrir upphafsteighögginu og í þeim leik.

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan.