Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Rík golfmenning innan veggja Olís
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
föstudaginn 8. ágúst 2025 kl. 12:02

Rík golfmenning innan veggja Olís

Þegar Íslandsmót í golfi er haldið þarf að huga að mörgu. Fjölmargir áhorfendur leggja leið sína á mótið og þarf að taka vel á móti þeim öllum og sinna öllum þeirra þörfum. Olís er eitt þeirra fyrirtækja sem þjónusta Golfklúbbinn Keili með rekstrarvörum, allt frá klósettpappír til uppvöskunarvökva. Kylfingur náði ekki að taka hús á starfsmanni Olís þegar hann kom í Keili en mælti sér í staðinn mót við útibússtjórann í Grindavík, Jón Gauta Dagbjartsson. Gauti eins og hann er jafnan kallaður, var einmitt að afhenda vörur í Golfskálanum á Húsatóftavelli í Grindavík.

Jón Gauti fór yfir golfmenninguna í Olís en hún er talsverð en hann gefur sig hvorki út fyrir að vera besta kylfinginn innan raða fyrirtækisins eða hvað þá að hann geri ráð fyrir að keppa á Íslandsmótinu. Gauti hefur samt afrekað það sem alla kylfinga dreymir um, ekki einu sinni heldur tvisvar sinnum hefur hann náð draumahögginu.

Örninn 2025
Örninn 2025