Fréttir

Rory og Dustin unnu einvígið
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 18. maí 2020 kl. 11:00

Rory og Dustin unnu einvígið

Nærri 800 milljónir króna söfnuðust í TaylorMade góðgerðarmótinu sem sýnt var beint í sjónvarpi frá Semeneole golfvellinum . Tvö tveggja manna lið reyndu með sér. Rory McIlroy og Justin Johnson höfðu betur gegn Ricke Fowler og Matthew Wolf.

Liðin léku fyrir svokölluðu „skins“ fyrirkomulagi. Peningum var safnað meðal aðdáenda um allan heim.

Fowler og Wolff höfðu betur framan af leik og leiddu eftir tólf holur. Liðin voru síðan jöfn síðustu sex brautirnar og þurfti því að grípa til bráðabana. Þar sló McIlroy næst holu og tryggði sínu liði 1,1 millj. Dollara og samtals 1,850.000 En Fowler og Wolff unnu 1.150.000 dollara.

Covid19 regular voru viðhafðar varðandi 2 metra reglu og slíkt. Engir áhorfendur voru á mótinu en það var eins og fyrr segir sýnt í sjónvarpi.