Hellishólar
Hellishólar

Fréttir

Rory týndi næstum sigur pútternum
Rory McIlroy
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
miðvikudaginn 12. júní 2019 kl. 22:32

Rory týndi næstum sigur pútternum

Rory McIlroy sigraði á RBC Canadian Open mótinu um síðustu helgi þar sem hann lék lokahringinn á 61 höggi og var sjóðheitur á pútternum. Það væri því eðlilegt að hann myndi vera með sama pútter á Opna bandaríska meistaramótinu en það munaði mjóu að svo væri ekki.

Eftir sigurinn á sunnudaginn skipti Rory á pútternum sínum fyrir Raptors körfuboltatreyju frá framkvæmdastjóra Golf Canada, Laurence Applebaum. Rory stóð í þeirri trú að Applebaum myndi láta kylfusvein sinn hafa pútterinn aftur en þegar hann hitti kylfusveininn spurði hann Rory hvar pútterinn væri.

„Ég skipti við hann. Hann gaf mér Raptors treyju og ég gaf honum pútterinn og hélt að hann myndi láta Harry fá hann. Ég sá svo Harry og hann spurði 'Hvar er pútterinn þinn?' Og ég sagði 'Það er eins gott að ég fari og finni hann'. Svo nei, ég gaf hann ekki. Ég hef gert heimskulega hluti áður en þetta hefði verið það allra heimskulegasta."

Pútterinn fylgir því Rory á Opna bandaríska en það er spurning hvort hann er enn jafn heitur og um síðustu helgi.