Fréttir

Rory vill ekki Ryder keppni án áhorfenda
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 23. apríl 2020 kl. 07:13

Rory vill ekki Ryder keppni án áhorfenda

Efsti kylfingur heimslistans, Norður Írinn Rory McIlroy segir að halda Ryder bikarinn án áhorfenda sé ekki góð hugmynd. Mótið er á dagskrá 25.-27. september á Whistling Straits golfvellinum í Bandaríkjunum.

„Það væri mun betra fyrir Evrópu ef keppnin yrði haldin án áhorfenda því þá þyrftum við ekki að hlusta á ýmislegt frá bandarískum stuðningsfólki sem á ekki heima á golfvelli. Á sama tíma má segja að þessi keppni er ekkert án áhorfenda. Þeir skapa stemmninguna,“ segir Rory McIlroy.

Evrópa fagnaði sigri í síðustu viðureign í Frakklandi árið 2018 og hefur sigrað níu sinnum á móti 3 sigrum Bandaríkjamanna í síðustu tólf viðureignum þannig að andinn hefur vissulega verið Evrópumegin að undanförnu.

Englendingurinn Tommy Fleetwood tekur undir orð N-Írans og segist ekki geta hugsað sér Ryder án áhorfenda. Það sé ólíkt öllu öðru að hafa 60-70 áhorfendur á vellinum í þessari mögnðu keppni.

Fyrirliðar liðanna, Írinn Patraig Harrington og Bandaríkjamaðurinn Steve Stricker hafa ekki tjáð sig um þessa hugmynd. Flestir vona að keppnin verði haldin enda skemmtilegasta golfmót sem haldið er.