Fréttir

Schauffele með nauma forystu fyrir lokadaginn
Nær Maatsuyama að næla sér í gull á heimavelli?
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
laugardaginn 31. júlí 2021 kl. 09:52

Schauffele með nauma forystu fyrir lokadaginn

Mikil spenna er fyrir lokahringinn í golfkeppni Ólympíuleikanna.

Heimamaðurinn Hideki Matsuyama er nú aðeins einu höggi á eftir Xander Schauffele sem hefur forystuna á 14 höggum undir pari.

Bretinn Paul Casey er þriðji ásamt Carlos Ortiz frá Mexico á 12 höggum undir pari. Rory McIlroy er í hópi nokkurra kylfinga sem eru á 11 höggum undir pari.

Tommy Fleetwood lék frábærlega á þriðja hring á 7 höggum undir pari og er samtals á 10 undir pari.

Staðan fyrir lokahringinn