Fréttir

Schauffele ólympíumeistari
Xander Schauffele vann gullið í Japan
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
sunnudaginn 1. ágúst 2021 kl. 10:16

Schauffele ólympíumeistari

Xander Schauffele frá Bandríkjunum varð í morgun ólympíumeistari í golfi í Japan. Gríðarleg spenna var á lokaholunni þegar Schauffele náði að bjarga pari á frábæran hátt og tryggja sér nauman sigur.

Suður afríski Slóvakinn Rory Sabbatini lék frábærlega í nótt á 61 höggi , setti vallarmet og vann silfrið aðeins höggi á eftir.

Leika þurfti sjö manna bráðabana um bronsið. Eftir fjórar auka brautir var það að lokum C.T. Pan frá Taívan sem fékk bronsmedalíuna um hálsinn.

Schauffele sagði í viðtali eftir mótið að hann tileinkaði föður sínum sigurinn en ólympíudraumur hans í tugþraut varð að engu eftir bílslys þar sem ölvaður ökumaður kom við sögu.

Rory Sabbatini elsti leikmaður mótsins sagði eftir vallarmetið að slátturinn á æfingasvæðinu hefði verið hræðilegur og hann hafi ekki átt von á neinu þegar hann lagði af stað í hringinn. Svona getur golfið verið skrítin íþrótt.

Lokastaðan