Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Seinni hringnum aflýst | Rúnar og Bjarki með fullan keppnisrétt
Rúnar Arnórsson.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
föstudaginn 11. október 2019 kl. 09:58

Seinni hringnum aflýst | Rúnar og Bjarki með fullan keppnisrétt

Seinni hringnum á lokaúrtökumótinu fyrir Nordic Golf mótaröðina hefur verið aflýst og eru því úrslitin klár í mótinu. Upprunalega áttu kylfingar að leika tvo hringi en mikil úrkoma í nótt gerði Romo golfvöllinn í Danmörku óleikhæfan og var því ekki hægt að spila í dag.

Íslensku kylfingarnir þrír voru allir í fínni stöðu eftir fyrsta hringinn og geta því gengið nokkuð sáttir frá mótinu. Bjarki Pétursson og Rúnar Arnórsson enduðu báðir meðal 25 efstu og komast því í flokk 7 á mótaröðinni á næsta ári sem þýðir að þeir fá boð á flest ef ekki öll mótin. Bjarki endaði mótið í 3. sæti á tveimur höggum undir pari og Rúnar í 8. sæti á höggi undir pari.

Örninn 2025
Örninn 2025

Aron Snær var höggi frá því að enda í topp-25 en hann endaði í 26. sæti á höggi yfir pari. Aron verður í flokki 9 á mótaröðinni á næsta ári og fær því líklega ekki jafn mörg boð á mót og þeir Bjarki og Rúnar en þó boð á flest mót.

Gera má ráð fyrir því að strákarnir gerist allir atvinnumenn í vetur en Bjarki og Rúnar eiga enn möguleika á að tryggja sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni þar sem þeir eru komnir á annað og næst síðasta stig úrtökumótanna þar.

Lokastöðuna í mótinu má sjá hér.


Skorkort íslenska hópsins.