Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Sergio Garcia hóf titilvörnina ágætlega í Singapúr
Sergio Garcia
Fimmtudagur 17. janúar 2019 kl. 22:37

Sergio Garcia hóf titilvörnina ágætlega í Singapúr

Það er suður-kóreski kylfingurinn Hung Chien-yao sem er í efsta sæti eftir fyrsta hring á SMBC Singapore Open mótinu sem hófst í dag. Chien-yao lék á fimm höggum undir pari og er einu höggi á undan næstu mönnum.

Sigurvegari síðasta árs og eflaust þekktasta nafn mótsins, Sergio Garcia, er þremur höggum á eftir. Hann er jafn í 22. sæti á samtals tveimur höggum undir pari.

Fleiri þekkt nöfn eru á meðal keppenda. Þar á meðal er Davis Love III sem lék á þremur höggum undir pari og er jafn í áttunda sæti, Matthew Fitzpatrick sem einnig lék á þremur undir pari og að lokum Paul Casey sem lék á pari og er jafn í 60. sæti.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.

icelandair til 27 ágúst 640
icelandair til 27 ágúst 640