Fréttir

Shinkwin með tvo drævera í pokanum
Callum Shinkwin sigraði á Kýpur fyrr í vetur.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
miðvikudaginn 2. desember 2020 kl. 22:47

Shinkwin með tvo drævera í pokanum

Það vakti athygli þegar Englendingurinn Callum Shinkwin spilaði fyrsta hringinn á móti vikunnar á Evrópumótaröðinni, Golf in Dubai meistaramótinu, með tvo drævera í pokanum.

Það virðist hafa virkað ágætlega fyrir Shinkwin sem spilaði fyrsta hringinn á 68 höggum og er jafn í 28. sæti.

Shinkwin er ekki sá fyrsti á sterkustu mótaröðum heims til að mæta með tvo drævera til leiks en Phil Mickelson hefur leikið þann leik áður.

Eddie Pepperell tjáði sig um spilamennsku Shinkwin á Twitter en þeir léku saman á fyrsta hringnum. Sagðist hann hafa slegið um 30 stikum (e. yards) styttra en Shinkwin með styttri drævernum og um 50 stikum styttra með þeim lengri.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.