Fréttir

Skemmdir á Kirkjubólsvelli vegna flóða í óveðrinu
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 3. september 2023 kl. 13:57

Skemmdir á Kirkjubólsvelli vegna flóða í óveðrinu

Skemmdir urðu á Kirkjubólsvelli í Sandgerði í óveðrinu í gærkvöld þegar sjór gekk yfir varnargarða og út á golfvöllinn. Verulegt hreinsunarstarf bíður Sandgerðinga næstu daga.

Sjór með tilheyrandi grjóti flaut og fauk yfir varnargarðinn og nokkrar brautir, teiga og einnig flatir. Á Facebook síðu Golfklúbbs Sandgerðis er sagt frá málinu og tilkynnt að hreinsunarstarf hefjist á mánudagsmorgun. Myndirnar með fréttinni tók Friðrik Valdemarsson, starfsmaður vallarins.

Margeir golfferð
Margeir golfferð