Örninn 21 bland 1
Örninn 21 bland 1

Fréttir

Skráningu í þriðja stigamót ársins lýkur í kvöld
Þriðjudagur 1. júní 2021 kl. 18:31

Skráningu í þriðja stigamót ársins lýkur í kvöld

Þriðja stigamót ársins á GSÍ mótaröðinni fer fram um helgina en þá fer Leirumótið fram - sem haldið er í samstarfi við Golfbúðina og Courtyard by Marriott.

Leirumótið fer fram dagana 4.-6. júní 2021 og eins og áður sagði er það hluti af stigamótaröð GSÍ. Golfklúbbur Suðurnesja er framkvæmdaraðili mótsins sem fram fer á Hólmsvelli í Leiru.

kylfingur.is
kylfingur.is

Skráningu lýkur í kvöld og geta þátttakendur skráð sig í mótið hérna fyrir klukkan 23:59 í kvöld..

Þetta er síðasta tækifæri fyrir kylfinga að tryggja sér þátttökurétt í Íslandsmótinu í holukeppni sem er fjórða mót sumarsins á mótaröðinni. Það  fram fer í Þorlákshöfn um miðjan júní 2021. Hérna má sjá stöðuna á öllum stigalistnum GSÍ.

Örninn járn 21
Örninn járn 21