Fréttir

Smith áfram efstur í Kapalua
Cameron Smith gæti unnið sinn fjórða sigur á PGA mótaröðinni um helgina.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
laugardaginn 8. janúar 2022 kl. 10:15

Smith áfram efstur í Kapalua

Ástralinn Cameron Smith hefur þriggja högga forskot á Sentry Tournament of Champions þegar mótið er hálfnað.

Annar hringurinn byrjaði ekki byrlega hjá Smith sem fékk skolla á tvær fyrstu brautir dagsins.  Eftir það setti hann heldur betur í gírinn og lék restina af hringnum á 11 höggum undir pari. Smith er samtals á 17 höggum undir pari eftir hringina tvo og með þriggja högga forskot á næstu menn sem eru Jon Rahm og Daniel Berger.

Margeir golfkennsla
Margeir golfkennsla

Patrick Cantley situr svo einn í fjórða sætinu.

Aðstæður voru frábærar í Kapalua í gær og léku allir 38 kylfingarnir á pari eða betur. Meðalskor dagsins var 67,8 högg eða 5,2 högg undir pari vallarins.

Staðan í mótinu