Fréttir

Smith og Rahm í sérflokki
Jon Rahm er að leika frábært golf eftir hlé frá keppnisgolfi síðan í október.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
sunnudaginn 9. janúar 2022 kl. 10:33

Smith og Rahm í sérflokki

Cameron Smith og Jon Rahm er efstir og jafnir á 26 höggum undir pari fyrir lokahringinn á Sentry Tournament of Champions.

Rahm sem ekki hefur leikið keppnisgolf síðan í október gerði sér lítið fyrir og jafnaði vallarmetið á Plantation vellinum í Kapalua sem Justin Thomas hafði sett nokkrum klukkustundum áður. Þeir léku hringinn í gær á 12 höggum undir pari.

Margeir golfkennsla
Margeir golfkennsla

Rahm byrjaði hringinn rólega en lék svo síðustu 12 holur dagsins á 11 höggum undir pari. Ekkert ryð í efsta manni heimslistans þrátt fyrir langt hlé frá keppnisgolfi.

Smith sem hafði þriggja högga forskot eftir tvo hringi lék á 9 höggum undir pari í gær. Hann lék síðustu 12 holurnar á 8 höggum undir pari en missti samt niður þriggja högga forskot, ótrúlegt.

Daniel Berger situr einn í þriðja sætinu en hann hefur leikið alla hringina til þessa á 7 höggum undir pari.

Matt Jones, Sungjae Im og Patrick Cantley eru svo allir á 20 höggum undir pari í fjórða sæti.

Staðan í mótinu