Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Staðan hjá íslensku liðunum á EM | Bjarki meðal efstu manna í Svíþjóð
Íslenska karlalandsliðið fór best af stað af liðunum fjórum sem keppa nú á EM víðsvegar um Evrópu.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
þriðjudaginn 9. júlí 2019 kl. 16:41

Staðan hjá íslensku liðunum á EM | Bjarki meðal efstu manna í Svíþjóð

Í dag hófst keppni á fjórum keppnisstöðum í Evrópu þar sem fjögur íslensk landslið taka þátt á Evópumóti áhugamanna. Öll fjögur landsliðin eru skipuð áhugakylfingum og öll liðin keppa í efstu deild. Mótin fara fram á sama tíma, 9.-13. júlí.

Karlalandsliðið leikur á Ljunghusen golfvellinum í Svíþjóð. Bjarki Pétursson lék þar manna best en hann er jafn í 5. sæti eftir fyrsta hring mótsins á 4 höggum undir pari.

Örninn 2025
Örninn 2025

Íslenska liðið er þessa stundina í 6. sæti af 16 þjóðum sem taka þátt í mótinu á 3 höggum yfir pari.

Skor karlalandsliðsins:

5. sæti: Bjarki Pétursson, -4
21. sæti: Gísli Sveinbergsson, par
21. sæti: Dagbjartur Sigurbrandsson, par
59. sæti: Birgir Björn Magnússon, +3
70. sæti: Aron Snær Júlíusson, +4
86. sæti: Rúnar Arnórsson, +6

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Kvennalandsliðið, sem leikur á Ítalíu, fór ekki jafn vel af stað en liðið er í 19. sæti af 20 þjóðum þegar flestir kylfingar hafa lokið leik á fyrsta keppnisdegi. Saga Traustadóttir lék best fyrir Íslands hönd en hún lék á 72 höggum eða pari vallarins.

Skor kvennalandsliðsins:

46. sæti: Saga Traustadóttir, par
72. sæti: Helga Kristín Einarsdóttir, +2
72. sæti: Andrea Bergsdóttir, +2
100. sæti: Heiðrún Anna Hlynsdóttir, +5
106. sæti: Ragnhildur Kristinsdóttir, +6
114. sæti: Hulda Clara Gestsdóttir, +8

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Piltalandsliðið, skipað kylfingum 18 ára og yngri, er í neðsta sæti í Frakklandi. Þar spilaði Sigurður Bjarki Blumenstein best af íslenska hópnum en hann kom inn á 5 höggum yfir pari.

Skor piltalandsliðsins:

45. sæti: Sigurður Bjarki Blumenstein, +5
55. sæti: Jón Gunnarsson, +6
72. sæti: Kristófer Karl Karlsson, +8
86. sæti: Aron Emil Gunnarsson, +10
95. sæti: Kristófer Tjörvi Einarsson, +13
95. sæti: Böðvar Bragi Pálsson, +13

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Að lokum er stúlknalandsliðið, einnig skipað kylfingum 18 ára og yngri, í 17. sæti af 18 liðum á EM á Spáni. Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir stóð sig best á fyrsta hringnum og kom inn á 83 höggum eða 11 höggum yfir pari.

Skor stúlknalandsliðsins:

77. sæti: Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, +11
87. sæti: Eva María Gestsdóttir, +13
95. sæti: Andrea Ýr Ásmundsdóttir, +15
99. sæti: Perla Sól Sigurbrandsdóttir, +17
103. sæti: Árný Eik Dagsdóttir, +18
108. sæti: Ásdís Valtýsdóttir, +22

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.