Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Stefnt að stækkun Jaðarsvallar á Akureyri á næstu árum
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 21. ágúst 2025 kl. 11:40

Stefnt að stækkun Jaðarsvallar á Akureyri á næstu árum

Akureyringar sjá fram á stækkun Jarðarsvallar á næstu árum en mikil aukning hefur verið í fjölda meðlima undanfarin ár og félagafjöldi kominn yfir eitt þúsund. Steindór Kr. Ragnarsson, framkvæmdastjóri og vallarstjóri Golfklúbbs Akureyrar segir í viðtali við akureyri.net að segir að nýjar níu holur gætu litið dagsins ljósin innan 7-8 ára og framkæmdin gæti kostar nálægt hálfum milljarði.

Undanfarinn tæpan áratug hefur öll jarðvegslosun sem fallið hefur til á Akureyri vegna nýbygginga og annarra framkvæmda farið fram á svæði sem er suðvestan við golfvöllinn á Jaðri. Á þessu svæði var meiningin að útbúa nýjar golfbrautir með tíð og tíma.

Steindór segir að gert hafi verið ráð fyrir að þetta svæði yrði notað til jarðvegslosunar fram til ársins 2030 eða svo og þá yrði hægt að hefjast handa við að móta landið undir golfvöll. Hann segir að ekki standi til að klúbburinn fari af stað sjálfur í jarðvegsflutninga til að flýta fyrir verkinu.

Örninn 2025
Örninn 2025

Sjá nánar á akureyri.net