Fréttir

Streb sigraði eftir bráðabana á RSM Classic
Robert Streb. Mynd: golfsupport.nl
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 22. nóvember 2020 kl. 23:23

Streb sigraði eftir bráðabana á RSM Classic

Bandaríkjamaðurinn Robert Streb sigraði í dag á RSM Classic í annað skiptið á ferlinum. Streb fagnaði sigri eftir bráðabana þar sem hann fékk frábæran fugl á 18. holu.

Streb lék hringina fjóra í mótinu á 19 höggum undir pari og varð jafn Kevin Kisner og fóru þeir því í bráðabana. Leikin var 18. hola vallarins og féll hún í fyrstu umferð á pari.

Því næst var aftur haldið á 18. teig og þá sló Streb högg mótsins þegar hann var nálægt því að fá örn. Hann gulltryggði fuglinn og þar með annan sigurinn á PGA mótaröðinni á sínum ferli.

Hér fyrir neðan má sjá myndband af högginu sem tryggði Streb sigurinn.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Lokastaða efstu manna:

-19 Robert Streb
-19 Kevin Kisner
-18 Cameron Tringale
-17 Bernd Wiesberger
-17 Andrew Landry
-16 Harris English
-16 Camilo Villegas
-16 Kyle Stanley
-16 Zach Johnson