Golfbúðin #Hamar
Golfbúðin #Hamar

Fréttir

Sveiflukenndur fyrsti hringur hjá Guðmundi
Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
miðvikudaginn 29. júlí 2020 kl. 18:18

Sveiflukenndur fyrsti hringur hjá Guðmundi

Guðmundur Ágúst Kristjánsson atvinnukylfingur úr GR hóf í dag leik á Gradi Polish Open mótinu sem er hluti af Pro Golf mótaröðinni. Fyrsti hringurinn var nokkuð sveiflukenndur og er Guðmundur jafn í 67. sæti eftir daginn.

Á hringnum í dag fékk Guðmundur fjóra fugla en á móti fékk hann fjóra skolla og einn skramba. Hann endaði því á 72 höggum, eða tveimur höggum yfir pari.

Ætli Guðmundur sér að komast áfram þarf hann að leika vel á morgun en eins og staðan er eftir fyrsta hringinn miðast niðurskurðurinn við þá kylfinga sem eru á parinu eða betur.

Efstu menn eru á 10 höggum undir pari.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.