Örninn sumar 21
Örninn sumar 21

Fréttir

Svona dreifðist verðlaunaféð á Masters mótinu
Will Zalatoris endaði í 2. sæti
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 12. apríl 2021 kl. 17:27

Svona dreifðist verðlaunaféð á Masters mótinu

Fyrsta risamót ársins, Masters mótið, fór fram um síðustu helgi. Líkt og undanfarin ár voru gríðarlega fjárhæðir í boði fyrir efstu menn, til viðbótar við heiðurinn sem fylgir græna jakkanum.

Japaninn Hideki Matsuyama, sem sigraði eftir baráttu gegn Bandaríkjamönnunum Will Zalatoris og Xander Schauffele, tók með sér rúmlega 2 milljónir bandaríkjadollara sem eru um 260 milljónir íslenskra króna.

Sólning
Sólning

Zalatoris fór ekki tómhentur heim því hann fékk sjálfur rúmlega milljón bandaríkjadollara fyrir annað sætið (1.242.000 dollara).

Hér að neðan er hægt að sjá verðlaunafé 10 efstu kylfinganna:

1. sæti: $2.070.000 - Hideki Matsuyama

2. sæti: $1.242.000 - Will Zalatoris

3. sæti: $667.000 - Jordan Spieth

3. sæti: $667.000 - Xander Schauffele

5. sæti: $437.000 - Jon Rahm

5. sæti: $437.000 - Marc Leishman

7. sæti: $385.250 - Justin Rose

8. sæti: $345.000 - Patrick Reed

8. sæti: $345.000 - Corey Conners

10. sæti: $299.000 - Cameron Smith

10. sæti: $299.000 - Tony Finau

Örninn járn 21
Örninn járn 21