Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Tap gegn Austurríki | Leikur um 15. sæti framundan
Frá vinstri: Andrea Ýr, Perla Sól, Jóhanna Lea, María Eir. Mynd/KMÞ.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
laugardaginn 26. september 2020 kl. 10:11

Tap gegn Austurríki | Leikur um 15. sæti framundan

Íslenska stúlknalandsliðið í golfi leikur úrslitaleik um 15. sæti á EM áhugakylfinga sem fer fram í Slóvakíu um þessar mundir.

Íslenska liðið kláraði í dag leik gegn Austurríki sem hófst í gær en kláraðist ekki vegna veðurs. Leikurinn fór 2,5-0,5 fyrir Austurríki og því leikur íslenska liðið gegn Slóveníu eftir hádegi um 15. sætið.

Örninn 2025
Örninn 2025

Í leiknum gegn Slóveníu verða þær Andrea Ýr Ásmundsdóttir og María Eir Guðjónsdóttir saman í fjórmenningi en þær Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir og Perla Sól Sigurbrandsdóttir leika í tvímenningnum.

Hér er hægt að sjá úrslit allra leikja.


Úrslit viðureignarinnar gegn Austurríki.