Prósjoppan mottumars
Prósjoppan mottumars

Fréttir

Tapaði í bráðabana í fyrra | Leiðir fyrir lokahringinn
Brendan Steele.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 17. janúar 2021 kl. 10:00

Tapaði í bráðabana í fyrra | Leiðir fyrir lokahringinn

Bandaríkjamaðurinn Brendan Steele er með tveggja högga forystu fyrir lokahringinn á Sony Open mótinu sem fer fram á PGA mótaröðinni.

Steele er á 18 höggum undir pari eftir þrjá hringi en hann lék þriðja hringinn á 61 höggi eða 9 höggum undir pari.

Á hringnum gerði Steele fá mistök, fékk 9 fugla og 9 pör og fer inn í lokahringinn með tveggja högga forystu á þá Kevin Na og Joaquin Niemann.

Takist Steele að vinna í dag yrði það fjórði sigurinn hans á PGA mótaröðinni og sá fyrsti frá árinu 2017. Í fyrra var hann nálægt því að sigra á þessu sama móti en tapaði í bráðabana gegn Ástralanum Cameron Smith.

Lokahringur mótsins fer fram í dag. Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Staða efstu manna fyrir lokahringinn:

1. Brendan Steele, -18
2. Kevin Na, -16
2. Joaquin Niemann, -16
4. Peter Malnati, -15
4. Charley Hoffman, -15
4. Russell Henley, -15
4. Chris Kirk, -15
4. Stewart Cink, -15