Örninn/kerrur
Örninn/kerrur

Fréttir

Þegar Haraldur Franklín lék á OPNA mótinu
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 4. apríl 2020 kl. 12:29

Þegar Haraldur Franklín lék á OPNA mótinu

Haraldur Franklín Magnús er eini íslenski kylfingurinn semn hefur leikið á OPNA mótinu en það gerði hann á Carnoustie vellinum árið 2018. Kylfingur.is fylgdi kappanum út og hér er viðtal við Harald eftir keppnina en hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn og viðtalið var tekið uppi á svölum hótelsins. Til gaman má geta þess að í næsta herbergi var enginn annar en einn besti kylfingur heims, Bruce Koepka.

Haraldur Franklín segir að Opna mótið á Carnoustie hafi verið mesta upplifun hans á golfferlinum en hefði viljað ná betri árangri. Stökkið frá minni mótaröðum á stærsta sviðið í golfheiminum hafi þó kannski verið of stórt. Páll Ketilsson, ritstjóri kylfings.is ræddi við Harald  Magnús eins og hann var kallaður á mótinu í Skotlandi um upplifunina, golfhringina á mótinu, markmiðin og árangurinn.