Prósjoppan
Prósjoppan

Fréttir

Þessir koma til greina sem kylfingar október mánaðar
Bernd Wiesberger.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
þriðjudaginn 5. nóvember 2019 kl. 13:56

Þessir koma til greina sem kylfingar október mánaðar

Steven Brown, Nicolas Colsaerts, Jon Rahm og Bernd Wiesberger koma allir til greina sem kylfingar október mánaðar á Evrópumótaröð karla en þetta var tilkynnt á heimasíðu mótaraðarinnar í dag.

Allir sigruðu þeir á móti á mótaröðinni þennan mánuðinn en Brown var sá eini sem fagnaði sínum fyrsta titli á ferlinum. Brown hafði ekki endað í topp-10 á tímabilinu þar til kom að Portugal Masters mótinu þar sem hann fagnaði sigri.

Nicolas Colsaerts fagnaði sigri á Opna franska mótinu og var þetta fyrsti sigur kappans í sjö ár á Evrópumótaröðinni. Að lokum sigraði Jon Rahm á Opna spænska mótinu og Bernd Wiesberger á Opna ítalska mótinu en þeir eru báðir við toppinn á stigalista mótaraðarinnar.

Hér er hægt að kjósa um kylfing mánaðarins á Evrópumótaröð karla.