Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Thomas ætlar ekki að horfa á einvígi Mickelson og Woods
Justin Thomas.
Sunnudagur 7. október 2018 kl. 18:30

Thomas ætlar ekki að horfa á einvígi Mickelson og Woods

Fyrr í haust ákváðu Tiger Woods og Phil Mickelson, tveir af sigursælustu kylfingum síðustu ára, að þeir ætluðu að spila á móti hvorum öðrum síðar á þessu ári þar sem níu milljónir Bandaríkjadala verða undir.

Þegar liðsfélagi Mickelson og Woods í Ryder liði Bandaríkjamanna, Justin Thomas, var spurður að því hvort hann ætlaði að horfa á einvígi þeirra sagði hann 0% líkur á því. 

„Ég elska TW [Tiger Woods] og Phil út af lífinu.... en það eru 0% líkur að ég sé að fara panta aðgang að einvíginu. Ég ætla að horfa á fótbolta.“

Keppnin milli Woods og Mickelson mun fara fram 23. nóvember en það er daginn eftir Þakkargjörðarhátiðina sem er haldin hátíðleg um öll Bandaríkin. Hægt verður að borga fyrir streymi af viðburðinum á netinu en ekki er komið á hreint hve mikið það mun kosta.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)