Prósjoppan mottumars
Prósjoppan mottumars

Fréttir

Þremur mótum frestað á Áskorendamótaröðinni
Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
föstudaginn 15. janúar 2021 kl. 19:18

Þremur mótum frestað á Áskorendamótaröðinni

Evrópska Áskorendamótaröðin og Sunshine mótaröðin staðfestu í vikunni frestun á þremur mótum í Suður-Afríku að loknu samráði við læknateymi beggja mótaraða.

Mótin áttu að fara fram í febrúar en á meðal þeirra sem ætlaði að spila í þeim var Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR en í viðtali við blaðamann Kylfings fyrr í vetur talaði hann einmitt um að óljóst væri hvort og hvenær hann myndi byrja tímabilið í ár.

Auk Guðmundar hafa þeir Haraldur Franklín Magnús og Andri Þór Björnsson spilað á Áskorendamótaröðinni undanfarin ár og þá er Bjarki Pétursson einnig með takmarkaðan þátttökurétt á henni.

Í stað þess að mótin fari fram í febrúar er búið að skipuleggja mótin í Suður-Afríku frá 22. apríl til 9. maí næstkomandi.

„Ákvörðunin um að fresta mótunum kemur í kjölfar samráðs við alla hagsmunaaðila og var tekin með heilsu og vellíðan allra leikmanna og starfsfólks í huga,“ sagði Jamie Hodges, yfirmaður Áskorendamótaraðarinnar í tilkynningu.


Haraldur Franklín Magnús.