Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Þreyttur Fleetwood stefnir á að verja stigameistaratitilinn
Tommy Fleetwood. Mynd: golfsupport.nl
Miðvikudagur 10. október 2018 kl. 11:28

Þreyttur Fleetwood stefnir á að verja stigameistaratitilinn

Englendingrinn Tommy Fleetwwod hefur spilað mikið golf það sem af er tímabili. Auk þess að leika á nokkrum mótum á PGA mótaröðinni hefur hann leikið á Evrópumótaröðinni þar sem hann er í 2. sæti stigalistans. Þar að auki var hann með í Ryder bikarnum í Frakklandi sem tók mikið á taugarnar.

Fleetwood viðurkenndi að hann væri aðeins búinn að keyra sig út undanfarnar vikur og mánuði en hann keppir í Englandi um helgina áður en hann heldur til Kína, Tyrklands og Dubai þar sem lokamót tímabilsins fer fram. 

„Ég verð að viðurkenna að ég er búinn að keyra mig aðeins út,“ sagði Fleetwood. „Ég æfði samt heima á mánudaginn þannig ég er enn að vinna í hlutum og reyna að verða betri.“ 

Aðspurður um möguleika sína á að verja stigameistaratitilinn sagði Fleetwood: „Mögulega kemst ég ekki nálægt Molinari en ég myndi elska að vera í baráttunni í Dubai. Vonandi verð ég í toppbarátunni í mótunum fyrir lokamótið og næ jafnvel að vinna eitt þeirra.

Ég væri frekar til í að vinna aðra en ef þetta stendur á milli mín og Fran verð ég glaður sama hvernig það fer.“ 

Staðan á stigalista Evrópumótaraðarinnar fyrir síðustu mótin er eftirfarandi:

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Some notable changes 📈 Click the link in our bio to see the full, updated #RaceToDubai rankings.

A post shared by European Tour (@europeantour) on 

Ísak Jasonarson
isak@vf.is 
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)