Örninn sumar 21
Örninn sumar 21

Fréttir

Tiger á meðal þeirra sem óskuðu Matsuyama til hamingju
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 12. apríl 2021 kl. 17:10

Tiger á meðal þeirra sem óskuðu Matsuyama til hamingju

Japaninn Hideki Matsuyama fékk fjölmargar kveðjur eftir sigurinn á Masters mótinu sem kláraðist á Augusta National vellinum á sunnudaginn.

Á meðal þeirra sem óskuðu Matsuyama til hamingju með sigurinn var Tiger Woods, sem var ekki á meðal keppenda í ár vegna meiðsla.

Sólning
Sólning

„Þú gerir Japani stolta Hideki,“ skrifaði Tiger á Twitter síðu sína. „Til hamingju með þetta mikla afrek fyrir þig og þitt land. Þessi sögulegi Masters sigur mun hafa áhrif á allan golfheiminn.“

Hér fyrir neðan má sjá brot af þeim kveðjum sem Matsuyama fékk eftir sigurinn:

Örninn járn 21
Örninn járn 21