Tíu bestu höggin í sögu PGA
Hver eru bestu höggin í sögu PGA mótaraðarinnar í Bandaríkjunum? PGA tók saman tíu högg sem mótaröðin valdi þau bestu. Það elsta er frá árinu 2007 þegar Tiger Woods púttaði ofan í fyrir 28 höggum á níu holunum og er það högg númer tíu. Rory McIlroy á hins vegar höggið sem PGA valdi það besta.
Á samfélagsmiðlum spurði einn af hverju vippið hjá Scottie Scheffler á 17. holu á lokadegi í BMW mótinu um síðustu helgi væri ekki í topp 10. Það væri eflaust hægt að spyrja um fleiri högg eins og t.d. þegar Bubba Watson tryggði sér sigur í bráðbana á Masters. En hvað um það. Þessi myndbrot eru flott!