Tómas Eiríksson Hjaltested labbar 5. holuna með Kylfingi
Tómas Eiríksson Hjaltested er nafn sem margir veðbankar veðjuðu á í aðdraganda Íslandsmótsins. Hann varð Stigamótsmeistari GSÍ og fékk bikarinn á lokahófi Íslandsmótsins en hann náði sér ekki nógu vel á strik á Íslandsmótinu sjálfu.
Það breytti því ekki að Tómas tók beiðni Kylfings glaður þegar fjórðu holu var lokið, og rölti fimmtu holuna og spjallaði.