Fréttir

Trump heiðraði þrjá kylfinga tæpum sólarhing eftir óeirðir
Babe Didrikson Zaharias, Annika Sörenstam og Gary Player.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
fimmtudaginn 7. janúar 2021 kl. 21:41

Trump heiðraði þrjá kylfinga tæpum sólarhing eftir óeirðir

Það var ekki liðinn sólarhringur frá því að stuðningsmenn Donald Trump vestanhafs gerðu árás á þinghúsið í Washington til að mótmæla úrslitum forsetakostninga og staðfestingu þeirra að Trump var búinn að veita þrjár orður til sögufrægra kylfinga.

Orðan (e. Presidental Medal of Freedom) sem um ræðir er veitt þeim sem hafa lagt mikið af mörk­um til að auka ör­yggi lands­ins eða unnið að þjóðarhag Banda­ríkj­anna með ýms­um hætti.

Kylfingarnir sem voru heiðraðir voru þau Annika Sörenstam, Gary Player og Babe Didrikson Zaharias.

Fyrstu tvö nöfnin þarf vart að kynna en Sörenstam vann á sínum tíma 73 mót á LPGA mótaröðinni og þar af 10 risatila. Gary Player vann á sínum tíma 24 mót á PGA mótaröðinni og þar af 10 risatitla.

Babe Didrikson Zaharias er eflaust nafn sem færri hafa heyrt um en hún er engu að síður einn af forsprökkum kvennagolfs og er af mörgum talinn einn besti kvenníþróttamaður allra tíma en hún vann til að mynda til þrennra verðlauna í frjálsum íþrótta á Ólympíuleikunum árið 1932, þar af tvö gullverðlaun. Eftir Ólympíuleikana snéri hún sér að golfi og vann hún 41 mót á LPGA mótaröðinni og þar af 10 risatitla. Hún lést langt um aldur fram eða árið árið 1956, aðeins 45 ára að aldri.