Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Tvær vikur í næsta mót á Evrópumótaröðinni
Paul Casey.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
miðvikudaginn 10. febrúar 2021 kl. 18:20

Tvær vikur í næsta mót á Evrópumótaröðinni

Englendingurinn Tyrrell Hatton er efstur á stigalista Evrópumótaraðar karla í golfi eftir fyrstu þrjú mót ársins. Hatton er með töluverða forystu á næstu kylfinga en hann sigraði á fyrsta mótinu.

Fyrstu þrjú mótin voru haldin í Abú Dabí, Dúbaí og Sádí Arabíu en nú verður gert hlé á mótaröðinni í tvær vikur. Næsta mót fer því ekki fram fyrr en dagana 25.-28. febrúar en það er Heimsmótið á Concession vellinum í Bandaríkjunum.

Örninn 2025
Örninn 2025

Næstu mót á Evrópumótaröðinni:

25. febrúar - WGC á Concession
11. mars - Commercial Bank Qatar Masters
18. mars - Magical Kenya Open
24. mars - WGC Match Play

Þangað til verður Hatton með tæplega 600 stiga forystu á toppnum en Jason Scrivener er annar. Því næst kemur Paul Casey sem sigraði í Dúbaí. Dustin Johnson, sem sigraði á Saudi International, er ekki með stig á stigalistanum en hann er ekki meðlimur á mótaröðinni.

Hér er hægt að sjá stöðuna á stigalista Evrópumótaraðarinnar.