Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Fréttir

Tveir ásar á mánuði
Miðvikudagur 3. júlí 2024 kl. 22:28

Tveir ásar á mánuði

Guðmundur Ingi Jónsson kylfingur í Golfklúbbi Reykjavíkur átti frábært teighögg á annari holu Grafarholtsvallar seinni partinn í dag. Guðmundur sló með Srixon ZX5 8 járni, 136 metra. Boltinn sveif glæsilega inná flötina, skoppaði einu sinni og lenti svo beint í holunni. Hola í höggi. Frábært högg hjá Guðmundi. 

Það sem gerir þennan ás Guðmundar merkilegan, er að fyrir akkúrat mánuði síðan, þann 3. júni var hann staddur á Las Americas vellinum á Tenerife. Þar sló hann á 13. holu 132 metra, með 8 járni, reyndar af Taylor Made gerð, inná flötina, eitt skopp og beint í holu. 

Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Guðmundur fagnaði þessum öðrum ás mánaðarins með félögum sínum í golfskálanum í Grafarholti. 

„Ég var búinn að bíða í 23 ár eftir að fara holu í höggi. En þetta er bara alveg með ólíkindum. Meiriháttar gaman“.