Fréttir

Tveir handteknir og einn slasaður eftir ölvunarakstur á golfbíl í Borgarnesi
Miðvikudagur 30. september 2020 kl. 17:48

Tveir handteknir og einn slasaður eftir ölvunarakstur á golfbíl í Borgarnesi

Maður slasaðist þegar hann féll af bensínknúnum golfbíl skammt fyrir utan Borgarnes aðfaranótt mánudags. Greint er frá þessu í Skessuhorni, fréttaveitu Vesturlands.

Lögreglan var kölluð út klukkan tvö að nóttu ásamt sjúkrabíl vegna mannsins en hann var með skurð á höfði og er auk þess talið að hann hafi fótbrotnað við fallið. Maðurinn var fluttur undir læknishendur.

Þrír einstaklingar voru í golfbílnum og eru allir grunaðir um að hafa verið undir áhrifum áfengis. Mennirnir tveir sem ekki slösuðust voru handteknir og færðir á lögreglustöðina á Akranesi í skýrslutöku. Golfbíllinn var fluttur á stöðina í Borgarnesi til skoðunar.

Málið er til rannsóknar hjá lögreglu.